Varaði við en enginn tók mark á mér

Kiril Lazarov hefur lengi verið í aðalhlutverki landsliðs Makedóníu enda …
Kiril Lazarov hefur lengi verið í aðalhlutverki landsliðs Makedóníu enda verið í fremstu röð í heiminum. AFP

Makedóníumenn lýsa leik sínum við Grikki í gær sem sannkölluðu stórslysi en Grikkland vann leik þjóðanna í undankeppni EM karla í handbolta, 28:26, eftir að hafa tapað fyrir Íslandi 35:21 nokkrum dögum áður.

„Þetta er algjör synd. Leikur okkar var ein katastrófa. Ég var búinn að vara liðsfélaga mína við eftir leikinn við Tyrkland en enginn tók mig alvarlega. Þetta er hins vegar ekki búið spil,“ segir Kiril Lazarov, stjörnuleikmaður Makedóníu, en liðið vann Tyrkland nokkuð naumlega, 31:27, síðasta fimmtudag.

„Rétt eins og gegn Tyrkjum stóð ekki steinn yfir steini í okkar leik. Við verðum að virða alla andstæðinga og getum ekki skýlt okkur á bak við fjarveru [Filip] Mirkulovski,“ sagði Raúl González, þjálfari Makedóníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert