Fyrsti VAR-leikurinn á mánudag

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson í óumdeildu dauðafæri.
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson í óumdeildu dauðafæri. mbl.is/​Hari

Tímamót verða í íslenskum handknattleik á mánudagskvöldið þegar Haukar og Selfoss mætast í Olís-deild karla. Þá geta dómarar í fyrsta sinn stuðst við myndbönd við dómgæslu í kappleik, svokallaða VAR-tækni.

Stjórn HSÍ samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn breytingu á reglugerð um dómara og eftirlitsmenn þannig að dómarar fá heimild til þess að dæma eftir myndbandsupptöku, þó eingöngu þeim leikjum sendir eru út í beinni útsendingu.

Meðal þeirra atriða sem dómarar geta nýtt utökur til er að skera úr um hvort gilt mark hafi verið skorað; hvort heldur leiktíminn hafi verið útrunninn þegar skorað var eða hvort boltinn hafi verið allur kominn yfir marklínu.

Eins geta dómarar nýtt tæknina til þess að taka á alvarlegum óíþróttamannslegum atvikum utan sjónsviðs dómara og fjarri bolta. Einnig ef vafi leikur á hvaða leikmanni skuli refsa með rauðu spjaldi og er kastast í kekki með leikmönnum og vafi leikur á hver er sökudólgur. Þá er heimilt að nota upptöku til þess að skera úr um hvort rangar skiptingar hafi átt sér stað, eins ef leikmenn freistast til að villa um fyrir dómurum með leikaraskap.

Rétthafi útsendinga skal koma upp skjá fyrir dómara til þess arna og skulu dómarar stöðva tímann meðan þeir fara yfir vafaatriði. Þeim er um leið uppálagt að taka ákvörðun eins hratt og kostur er á. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert