Samkvæmt plani

Thea Imani Sturludóttir ógnar tyrknesku vörninni í leiknum í Skopje …
Thea Imani Sturludóttir ógnar tyrknesku vörninni í leiknum í Skopje í gærkvöld en hún skoraði fimm mörk og átti margar stoðsendingar. Ljósmynd/Robert Spasovski

„Þetta gekk mjög vel,“ sagði Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni HM í handknattleik í Skopje í gærkvöldi. Jenny átti frábæran leik eins og fleiri í liðinu. Hún skellti í lás á kafla í síðari hálfleik og varði alls 16 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst.

„Ég átti fínan dag að ég held, ekki síst í síðari hálfleik þegar það tókst að þétta vel vörnina. Þá kom meira af langskotum sem auðveldara var að eiga við. Þá er um að gera að lesa vel andstæðinginn og loka,“ sagði Jenny sem sagði sigurinn hafa verið samkvæmt áætlun liðsins þótt e.t.v. hafi munurinn verið meiri en reiknað var með.

„Það var mikilvægt að við héldum haus til leiksloka, slökuðum ekkert á þótt munurinn væri orðinn níu eða tíu mörk. Hvert mark verður talið þegar upp er staðið ef lið verða jöfn að stigum og þess vegna var mikilvægt að ná eins stórum sigri og kostur var,“ sagði Jenny sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir góðan sigur.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert