Tveir Íslendingar tilnefndir fyrir tilþrif

Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason
Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Rúnar Kárason og Óðinn Þór Ríkharðsson eru báðir á meðal þeirra sem tilnefndir eru sem eigendur besta marks dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á leiktíðinni sem lauk á dögunum. 

Mark Rúnars kom úr vítakasti, þar sem hann laumaði boltanum óvænt og skemmtilega framhjá markmanninum. Rúnar leikur með Ribe-Esbjerg. 

Mark Óðins kom úr hægra horninu, þar sem hann kláraði erfitt færi afar vel. Óðinn leikur með GOG, sem tapaði í úrslitum um danska meistaratitilinn fyrir Aalborg. Hér að neðan má sjá átta bestu mörk dönsku deildarinnar á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert