Íslandsmeistararnir úr leik í Evrópu

Árni Steinn Steinþórsson sækir að marki Malmö á Selfossi í …
Árni Steinn Steinþórsson sækir að marki Malmö á Selfossi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss er úr leik í EHF-bikar karla í handbolta eftir 31-29 tap gegn HK Malmö á heimavelli í Iðu á Selfossi í kvöld. Selfyssingar byrjuðu leikinn í brekku en þeir hefðu þurft að vinna leikinn í dag með sjö marka mun, þar sem Malmö vann fyrri leikinn með sex mörkum.

Selfoss hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddi 16-14 í hálfleik. Íslandsmeistararnir náðu hins vegar ekki að auka forskotið nema í þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks. Eftir það komst Malmö yfir og þegar Selfoss þurfti að taka meiri áhættu í sínum leik varð eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir Malmö sem vann að lokum með tveimur mörkum.

Hergeir Grímsson, Haukur Þrastarson og Guðni Ingvarsson skoruðu allir 7 mörk fyrir Selfoss og Einar Baldvin Baldvinsson varði 7 skot í markinu. Hampus Olsson og Magnus Persson skoruðu 7 mörk fyrir Malmö og Anton Hellberg varði 11/2 skot.

Selfoss 29:31 Malmö opna loka
60. mín. Sölvi Ólafsson (Selfoss) varði skot Frá Kassem Awad. Hans fyrsta skot í leiknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert