Jafnt í æsispennandi grannaslag

Dagný Huld Birgisdóttir tekur fast á Þórhildi Brögu Þórðardóttur.
Dagný Huld Birgisdóttir tekur fast á Þórhildi Brögu Þórðardóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Haukar skildu jöfn í dag, 22:22 í æsispennandi leik í Olísdeild kvenna í handbolta. 

Haukar byrjuðu mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin á meðan Tinna Húnbjörg Einarsdóttir varði allt sem kom á markið. Hægt og rólega komst Stjarnan hins vegar betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir um miðjan hálfleikinn í stöðunni 5:4. 

Stjarnan hélt forskotinu út allan hálfleikinn og var staðan í leikhléi 12:10, Stjörnunni í vil. Klaudia Powaga varði vel í markinu og átti hve stærstan þátt í að Stjarnan var með forystu.

Stjarnan hélt forystunni framan af í seinni hálfleik, en illa gekk að hrista Haukana af sér og munaði aðeins einu marki þegar 20 mínútur voru eftir, 14:13. 

Liðin skoruðu til skiptis næstu mínútur og var munurinn enn þá eitt mark þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 19:18, Stjörnunni í vil. Skömmu síðar komst Stjarnan yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik, 22:21. 

Stjarnan jafnaði í 22:22 þegar um mínúta var eftir af leiknum og fengu Haukar tækifæri til að skora sigurmarkið í blálokin. Þórhildur Braga Þórðardóttir missti hins vegar boltann og Stjarnan fékk tækifæri til að skora sigurmark. Það tókst hins vegar ekki og jafntefli niðurstaðan. 

Stjarnan 22:22 Haukar opna loka
60. mín. Haukar tekur leikhlé Tæp mínúta eftir og Haukar fá tækifæri til að skora sigurmark. Æsispenna. 36 sekúndur eftir.
mbl.is