Landsliðskona aftur á heimaslóðir

Sandra er komin til ÍBV á ný.
Sandra er komin til ÍBV á ný. Ljósmynd/ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við landsliðskonuna Söndru Erlingsdóttur og gerir hún tveggja ára samning við félagið. Sandra er Eyjakona sem hefur undanfarin tvö ár leikið með Val. 

Sandra lék með ÍBV frá 2016 til 2018 og fluttist síðan til Reykjavíkur til að spila með Val meðfram námi. Með Val vann hún alla þá titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og var lykilmaður hjá liðinu. 

Sandra lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki í Þýskalandi með Füchse Berlin á meðan Erlingur Richardsson, faðir hennar, þjálfaði karlalið félagsins. Móðir hennar er Vigdís Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðskona. 

Sandra hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og þá hefur hún síðustu ár leikið með A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert