Sannfærandi Haukar í toppsætið

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tíu mörk.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði tíu mörk. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar fóru í kvöld upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta með 32:26-sigri á Stjörnunni á útivelli. Eru Haukar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. 

Voru Haukar skrefi á undan stærstan hluta fyrri hálfleiks og var staðan 15:12 þegar skammt var eftir af honum en Stjörnumenn skoruðu tvö síðustu mörkin og var staðan í leikhléi 15:14. 

Var staðan 18:18 snemma í seinni hálfleik en þá tóku Haukar við sér, Björgvin Páll Gústavsson fór að verja í markinu og þegar uppi var staðið var sigurinn sannfærandi. 

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tíu mörk fyrir Hauka og Atli Már Báruson átta. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í markinu. Tandri Már Konráðsson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk. 

Eru Haukar með sex stig, einu stigi meira en Afturelding í öðru sæti. Stjarnan er í níunda sæti með eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert