Aron skilur ekki hvers vegna HM sé haldið til streitu

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

NDR-ljósvakamiðill í Þýskalandi hefur eftir Aron Pálmarssyni, landsliðsmanni í handknattleik, á vefsíðu sinni að Aron skilji ekki hvers vegna mótshald HM í Egyptalandi í janúar sé enn á áætlun þrátt fyrir heimsfaraldur. 

Umfangsmikið mótshald er fyrirsjáanlegt á HM en þá mætir 31 þjóð til Egyptalands með leikmenn, þjálfara og fylgdarlið. Ásamt heimamönnum leika 32 lið á mótinu. 

Í umfjöllun NDR er vísað í ummæli nokkurra leikmanna í hinum og þessum fjölmiðlum en framsetningin er eins og NDR hafi haft samband við Aron. Eru tvær setningar hafðar eftir honum: „Mótinu ætti að aflýsa. Ég skil ekki hvers vegna verið sé að fljúga með okkur eitthvað í þessum aðstæðum til að láta okkur spila.“

Aðrir leikmenn sem vitnað er í lýsa einnig áhyggjum sínum af stöðunni. 

mbl.is