Meiddist aftur á sama stað í sama húsi

Darri Aronsson liggur meiddur eftir í gær.
Darri Aronsson liggur meiddur eftir í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson fór meiddur af velli er hann og liðsfélagar hans hjá Haukum heimsóttu KA til Akureyrar í Olísdeildinni í gærkvöldi.

Óttast er að meiðslin séu alvarleg og að Darri verði lengi frá keppni. Því miður fyrir Darra þekkir hann það vel að meiðast illa í KA-heimilinu því hann sleit krossband á nákvæmlega sama stað í sama húsi í september 2019. 

Darri var lengi frá keppni eftir krossbandsslitin en hefur komið afar sterkur inn í lið Hauka á leiktíðinni. Sé um annað slitið krossband að ræða er ljóst að hann leikur ekki meira með á þessari leiktíð. 

Þórir Tryggvason, ljósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri, tók myndir af meiðslum Darra bæði í gærkvöldi og fyrir tveimur árum. 

Darri liggur meiddur eftir á sama stað árið 2019.
Darri liggur meiddur eftir á sama stað árið 2019. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert