Valskonur stungu nýliðana af í seinni – Haukar unnu HK

Susan Gamboa sækir að marki Vals í dag. Lovísa Thompson …
Susan Gamboa sækir að marki Vals í dag. Lovísa Thompson er til varnar. mbl.is/Arnþór

Valur vann öruggan 31:20-sigur á Aftureldingu á útivelli í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15:12, Val í vil, og Valskonur stungu nýliðanna af í seinni hálfleik.

Auður Ester Gestsdóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk og þær Lovísa Thompson og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Sylvía Björt Blöndal og Susan Gamboa skoruðu sex mörk hvor fyrir Aftureldingu.

Haukar höfðu betur gegn HK, 21:15. HK var með 9:8-forskot í hálfleik en Haukar stóðu góða vörn í seinni hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.

Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ásta Björt Júlíusdóttir gerði sex. Annika Petersen varði 14 skot í marki Hauka. Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir HK og Berglind Þorsteinsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerðu þrjú mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert