Færeyingurinn fór á kostum í fyrsta sigri Fram

Framarinn Breki Dagsson sækir að vörn Selfyssinga í kvöld.
Framarinn Breki Dagsson sækir að vörn Selfyssinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram vann í kvöld sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olísdeild karla í handbolta er liðið mætti Selfossi á heimavelli. Lokatölur urðu 29:23, Fram í vil. Fram er með tvö stig eftir tvo leiki en Selfoss er án stiga eftir einn leik.  

Fram náði snemma 4:2-forskoti og hélt áfram að bæta í eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Að lokum munaði fjórum mörkum á liðunum í hálfleik, 15:11.

Framarar voru yfir allan seinni hálfleikinn og var staðan 22:17 þegar skammt var eftir. Þá kom fínn kafli hjá Selfossi sem minnkaði muninn í 24:21. Framarar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og unnu verðskuldaðan sigur.

Færeyingurinn Vilhelm Poulsen skoraði tíu mörk, annan leikinn í röð, og landi hans Rógvi Christiansen skoraði fjögur. Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson og Hergeir Grímsson gerðu sex mörk hver fyrir Selfoss.

Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 10, Rógvi Christiansen 4, Þorvaldur Tryggvason 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Breki Dagsson 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Kristófer Andri Daðason 2, Stefán Darri Þórsson 1. 

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13.

Mörk KA: Ragnar Jóhannsson 6, Einar Sverrisson 6, Hergeir Grímsson 6, Ísak Gústafsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1. 

Varin skot: Vilius Rasimas 12, Sölvi Ólafsson 2. 

Handboltinn í beinni 23.9. opna loka
kl. 21:10 Leik lokið Framarar flottir á lokakaflanum og vinna 29:23-sigur. Fyrstu stig Fram í hús. Vilhelm Poulsen skoraði tíu mörk, annan leikinn í röð, fyrir Fram. Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson og Hergeir Grímsson með sex hver fyrir Selfoss.
mbl.is