Meira en bara tvö stig

Íslenska kvennalandsliðið fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok.
Íslenska kvennalandsliðið fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sinn þýðingarmesta sigur í áraraðir er liðið vann sterkan 23:21-sigur á Serbíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM í gær. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið var yfir nánast allan leikinn og verðskuldaði sannarlega sigurinn.

Serbneska liðið hefur leikið á öllum Evrópumótum frá árinu 2000 og öllum heimsmeistaramótum frá árinu 2013. Það varð því ljóst fyrir leik að verkefnið yrði verðugt, en íslenska liðið stóðst prófið með glæsibrag.

Sóknarleikurinn var skynsamlegur stærstan hluta leiks. Ragnheiður Júlíusdóttir var sterk með sjö mörk og þá átti hún nokkrar flottar línusendingar sömuleiðis. Hildigunnur Einarsdóttir var mjög öflug á línunni og Rut Jónsdóttir stýrði sókninni glæsilega. Þá nýtti Sandra Erlingsdóttir öll fjögur vítaköst sín, á meðan Serbía klikkaði á öllum sínum. Þessi atriði skipta miklu máli.

Í vörninni var Sunna Jónsdóttir mögnuð, Helena Rut Örvarsdóttir lítið síðri og áðurnefnd Ragnheiður hefur bætt sig mikið í varnarleiknum undanfarin ár.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert