Fannst tímabært að reyna fyrir mér sem aðalþjálfari

Stefan Madsen þjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg fagna í …
Stefan Madsen þjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg fagna í sigurleik gegn Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu. AFP

Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Aalborg og aðalþjálfari danska U21-árs landsliðsins í handknattleik karla, mun taka við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi næstkomandi sumar þegar hann tekur við stjórnartaumunum hjá karlaliði Holstebro, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Áður en hann tekur við þar mun hann halda áfram störfum sínum hjá Aalborg og danska U21-árs landsliðinu.

„Ég er náttúrlega mjög spenntur fyrir því að taka við Holstebro þó svo að verkefnið sem er í gangi í Álaborg sé eitt það mest spennandi í handboltaheiminum í dag. Ég er búinn að vera hérna í fjögur ár og er á leiðinni í mitt fimmta ár. Mér fannst vera kominn tími á nýja áskorun á nýjum stað og að prófa mig sem aðalþjálfari.

Ég var eiginlega búinn að lofa sjálfum mér því að ef það kæmi eitthvað spennandi lið upp myndi ég skoða það ef tímapunkturinn passaði. Það þyrftu margir hlutir að passa: Það þyrfti að vera metnaður í liðinu, aðstaða og raunhæfur metnaður til þess að vilja gera betur. Danska deildin er rosalega sterk og það er erfitt að festa sig í sessi sem eitt af toppliðunum,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið.

Sjáðu viðtalið við Arnór í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert