Óstöðvandi Valskonur enn með fullt hús

Mariam Eradze skýtur að marki Hauka í dag en hún …
Mariam Eradze skýtur að marki Hauka í dag en hún skoraði átta mörk í leiknum. mbl.is/Óttar

Valur vann þægilegan sigur á Haukum í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag. 

Valskonur náðu forystunni snemma leiks og er tólf mínútur voru búnar af leiknum voru þær komnar fimm mörkum yfir, 7:2. Valsliðið hélt þeirri forystu meira og minna út fyrri hálfleikinn og var 15:10 yfir er liðin gengu til búningsklefa. 

Sama var upp á teningnum í þeim síðari og Haukaliðið komst aldrei nálægt gestunum og leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 34:26. 

Valskonur eru með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar eftir átta leiki. Haukar eru í sjötta sæti með fjögur. 

Mariam Eradze var markahæst í lið Vals með átta mörk og á eftir henni kom Elín Rósa Magnúsdóttir með sex stykki. Í liði Hauka, sem og í leiknum, var Natasja Hammer markahæst með níu mörk. 

Mörk Hauka: Natasja Hammer - 9. Elín Klara Þorkelsdóttir - 5. Berglind Benediktsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir - 4. Ragnheiður Ragnarsdóttir - 3. Rakel Oddný Guðmundsdóttir - 1. 

Varin skot:  Margrét Einarssdóttir - 6. Elísa Helga Sigurðardóttir - 0. 

Mörk Vals: Mariam Eradze - 8. Elín Rósa Magnúsdóttir - 6. Thea Imani Sturludóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 4. Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Hildur Björnsdóttir - 3. Sara Dögg Hjaltadóttir - 2. Sigríður Hauksdóttir - 1. 

Varin skot:  Sara Sif Helgadóttir - 17. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert