Valur kallar tvær til baka úr Selfossi

Ásdís Þóra Ágústsdóttir í leik með Selfossi gegn Val.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir í leik með Selfossi gegn Val. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksdeild Vals hefur kallað þær Ásdísi Þóru Ágústsdóttur og Karlottu Kjerúlf Óskarsdóttur til baka úr láni frá Selfossi. Munu þær því klára tímabilið með Valsliðinu.

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, staðfesti tíðindin við handbolta.is í dag. Ásdís Þóra kom til Selfoss í upphafi tímabils, á meðan Karlotta gekk í raðir félagsins um áramótin.

Ásdís hefur skorað 35 mörk í 14 leikjum með Selfossi á leiktíðinni á meðan Karlotta hefur gert tólf mörk í fimm leikjum.

mbl.is