Kemur ákveðin geðveiki yfir þjóðina

Íslenskir stuðningsmenn fóru hamförum á HM í Svíþjóð í janúar.
Íslenskir stuðningsmenn fóru hamförum á HM í Svíþjóð í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er alltaf peppaður fyrir þessum stórmótum og að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði handbolta- og landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson í Fyrsta sætinu þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið.

„Ógeðslega skemmtileg upplifun“

Gísli Þorgeir er samningsbundinn stórliði Magdeburgar í Þýskalandi og varð Evrópumeistari með liðinu í vor.

Hann er á leið á sitt fimmta stórmót með landsliðinu í janúar þegar Evrópumeistaramótið 2024 fer fram í Þýskalandi.

„Það er oft einhver umræða í gangi um að stórmót á hverju ári sé þreytandi en ég er ekki sammála því,“ sagði Gísli.

„Það er ógeðslega skemmtileg upplifun að spila á þessu mótum og það kemur ákveðin geðveiki yfir þjóðina, og okkur líka, þannig að ég er mjög peppaður fyrir EM,“ sagði Gísli Þorgeir meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert