„Það á að senda dómarana heim eins og okkur“

Miguel Herrera var líflegur á hliðarlínunni í Brasilíu.
Miguel Herrera var líflegur á hliðarlínunni í Brasilíu. AFP

Miguel Herrera, hinn skrautlegi landsliðsþjálfari Mexíkó, var æfur eftir 2:1-tapið gegn Hollandi í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag. Mexíkó var yfir fram á 88. mínútu en fékk á sig tvö mörk undir lokin, það síðara úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Arjen Robben.

Herrera vandaði Robben ekki kveðjurnar og sakaði hann um að hafa látið sig detta. Sömuleiðis gagnrýndi Herrera að FIFA skyldi velja dómara frá sömu heimsálfu og annað liðið, en Pedro Proenca sem dæmdi leikinn er Portúgali.

„Dómgæslan var skelfileg í öllum fjórum leikjunum okkar. Robben dýfði sér þrisvar og hefði átt að fá áminningu. Það á að áminna svindlara,“ sagði Herrera eftir leikinn.

„Þetta er heimsmeistaramót þar sem allt er á móti Mexíkó. Vafaatriðin féllu alltaf gegn okkur og í öllum leikjunum í riðlakeppninni voru dómararnir skelfilegir. Flautuleikararnir felldu okkur og ég vil að þeir verði sendir heim eins og við,“ sagði Herrera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert