Önnur áfrýjun og fyrirliðinn missir af HM

Paolo Guerrero verður ekki með á HM.
Paolo Guerrero verður ekki með á HM. AFP

Sögunni um hvort Paolo Guerrero, fyrirliði Perú, fái að vera með á HM í fótbolta í Rússlandi eður ei er loks lokið eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn, CAS, lengdi bann hans upp í 14 mánuði þar sem hann féll á lyfjaprófi. Hann missir því af lokakeppninni.

Guerrero var upprunalega úrskurðaður í 12 mánaða bann þar sem efnið benzóýlek­gon­in, um­brots­efni kókaíns, fannst í líkama hans í lyfjaprófi eftir markalaust jafntefli við Argentínu í byrjun október. 

Bannið var stytt um helming eftir að hann áfrýjaði úrskurðinum. Alþjóðlega lyfjaeftirlitið, WADA, áfrýjaði hins vegar þeirri ákvörðun og nú hefur 14 mánaða bann hans verið staðfest og því verður ekki breytt.

Gu­er­rero seg­ist ekk­ert rangt hafa gert og í málsvörn héldu lög­fræðing­ar hans því fram að bannaða efnið hefði hann fengið í lík­amann vegna tedrykkju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert