Messi sýndi að hann er mannlegur

Lionel Messi átti ekki sinn besta dag.
Lionel Messi átti ekki sinn besta dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Messi sýndi að hann er mannlegur og við munum halda áfram að styðja við bakið á honum," sagði Sergio Agüero, framherji argentínska landsliðsins í fótbolta, í samtali við ESPN eftir 1:1-jafnteflið við Ísland í fyrsta leik þjóðanna á HM í Rússlandi í dag. 

Lionel Messi, stjarna argentínska liðsins, var langt frá sínu besta í dag og varði Hannes Þór Halldórsson m.a. vítaspyrnu frá honum. 

„Vonandi verður hann betri í næsta leik á móti Króatíu. Fyrsti leikurinn er alltaf sá erfiðasti því allir vilja mæta okkur,“ sagði Agüero. Hann segir íslenska liðið hafa fagnað eins og það hafi unnið í leikslok. 

„Þeir vörðust mikið og voru bara líklegir til að skora úr föstum leikatriðum. Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert