Úrúgvæ og Rússland í sextán liða úrslitin

Úrúgvæ og Sádi-Arabía mættust í annarri umferð A-riðils heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rostov í dag en leiknum lauk með 1:0 sigri Úrúgvæ. Það var Luis Suárez sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu eftir hornspyrnu Carlos Sánchez.

Það var allt annað að sjá til leikmanna Sádi-Arabíu í dag frá 5:0 tapinu gegn Rússum og sýndu þeir oft og tíðum lipra takta í leiknum. Úrúgvæ fékk hins vegar nokkur tækifæri til þess að bæta við mörkum en Mohammed Al-Owais, markmaður Sádi-Araba, reyndist vandanum vaxinn í markinu og varði oft og tíðum mjög vel.

Úrúgvæ er með 6 stig á toppi A-riðils, líkt og Rússar, og eru bæði lið komin áfram í sextán liða úrslitin. Egyptaland og Sádi-Arabía sitja hins vegar eftir með sárt ennið en bæði lið eru stigalaus eftir fyrstu tvær umferðirnar og eiga ekki möguleika á því að fara áfram í útsláttarkeppnina.

Leikmenn Úrúgvæ fagna sigurmarki Luis Suárez í dag.
Leikmenn Úrúgvæ fagna sigurmarki Luis Suárez í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert