Fundur Íslands í Rostov

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson.
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson. AFP

Síðasti blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn við Króatíu í Rostov annað kvöld, í D-riðli HM karla í knattspyrnu, var nú í hádeginu á Rostov-leikvanginum. Fylgst var með því sem fram fór í beinni textalýsingu.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sátu fyrir svörum á fundinum. Hægt er að horfa á fundinn hér en honum var lýst í beinni textalýsingu hér að neðan.

Heimir staðfesti meðal annars að Jóhann Berg Guðmundsson hefði tekið fullan þátt í æfingu fyrir fundinn, rétt eins og allir aðrir leikmenn íslenska hópsins, og því eru vonir til að hann spili eftir að hafa tognað í kálfa í leiknum gegn Argentínu. Heimir kvaðst annars ekki vera að fara að umturna neinu þegar kæmi að vali á byrjunarliði.

Heimir hrósaði kollega sínum, Zlatko Dalic, fyrir góðar breytingar á króatíska liðinu sem Eyjamaðurinn telur að geti hæglega farið alla leið á HM miðað við spilamennskuna í fyrstu leikjum. Aron Einar benti á að það gæfi hins vegar íslenska liðinu sjálfstraust og trú að hafa unnið Króatíu fyrir ári síðan. Íslenska liðið væri með bakið uppi við vegg en ætlaði sér sigur.

Fundur Íslands í Rostov opna loka
kl. 10:41 Textalýsing Heimir er með samning sem rennur út eftir HM. Er Heimir búinn að vera að fá einhver símtöl? "Nei, það er ágætt að þú spyrjir að þessu. Ég passa mig að vera aldrei með símann á mér. Við einbeitum okkur 100 prósent að þessu verkefni, það er það stórt. Við erum að undirbúa okkur, ekki bara fyrir þennan leik heldur framtíðina," segir Heimir og talar svo um Þjóðadeildina, Meistaradeild landsliða eins og hann kallar hana, og framhaldið eftir HM.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert