Ekki góð tölfræði hjá Messi

Lionel Messi hefur lokið keppni á HM.
Lionel Messi hefur lokið keppni á HM. AFP

Lionel Messi hefur nú spilað 756 mínútur í útsláttarkeppni HM í knattspyrnu án þess að skora mark en Messi lauk í gær keppni á sínu fjórða heimsmeistaramóti.

Argentínumenn féllu úr leik á HM eftir 4:3 tap á móti Frökkum í frábærum fótboltaleik í Kazan í gær.

Messi skoraði eitt mark á HM í Rússlandi. Hann skoraði fyrra mark Argentínumanna í 2:1 sigri á móti Nígeríumönnum. Það var fyrsta mark hans í 662 mínútur á HM en af þeim sex mörkum sem Messi hefur skorað í úrslitakeppni HM hafa þrjú þeirra komið á móti Nígeríumönnum.

Leikurinn í gær var áttundi leikur Messi í útsláttarkeppni HM. Hann hefur átt 23 markskot í þessum leikjum án þess að finna netmöskvana. Messi komst þó í sögubækur á HM í Rússlandi því hann varð fyrsti leikmaðurinn til að ná stoðsendingu á fjórum heimsmeistaramótum en Messi lagði upp tvö af mörkum Argentínu á HM.

mbl.is