Tilbúinn fyrir leikaraskapinn hjá Young

Emil Krafth í leiknum á móti Sviss.
Emil Krafth í leiknum á móti Sviss. AFP

Sænski landsliðsmaðurinn Emil Krafth segir Svía vera undirbúna fyrir leikaraskap hjá Ashley Young, leikmanni Manchester United og enska landsliðsins, er Svíþjóð og England mætast í átta liða úrslitum á HM í fótbolta á laugardaginn kemur. 

Svíþjóð lagði Sviss af velli í 16-liða úrslitunum, 1:0 á meðan Englendingar höfðu betur á móti Kólumbíu í vítaspyrnukeppni.

„Ég þekki Young vel því ég er stuðningsmaður Manchester United," sagði Krafth við fréttamenn í dag. „Hann dregur sig mikið inn á völlinn og hann er hraður. Bakvörðurinn var svo spurður út í hvort það þyrfti að varast leikaraskap hjá Young. 

„Bara í vítateignum, ég verð að passa mig að gera ekki neitt vitlaust því hann er fljótur niður. Það gæti hjálpað okkur á Englendingar fóru alla leið í vítaspyrnukeppni. Þeir eru þreyttari og við vitum hvert þeir skjóta ef okkar leikur fer sömu leið," sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert