Southgate: Kane er tilbúinn í slaginn

Harry Kane og Gareth Southgate í leik Englands og Íran …
Harry Kane og Gareth Southgate í leik Englands og Íran í fyrstu umferð B-riðils. AFP/Guiseppe Cacace

„Harry Kane er tilbúinn í slaginn. Hann fékk högg en er klár. Það er ekkert að ökklanum eins og margir segja, hann fékk högg á fótinn. Það eru allir klárir nema Ben White, sem er veikur,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, sem mætir Wales í lokaleik sínum í B-riðli heimsmeistaramóts karla í fótbolta í kvöld.

„Við viljum vinna fótboltaleiki og þurfum að finna jafnvægið á milli stöðugleika og þess að vera með ferska fætur. Við getum unnið riðilinn og þurfum að velja lið sem við trúum að geti unnið leikinn.

England situr á toppi B-riðils með fjögur stig og dugar jafntefli til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.

„Við hlökkum til leiksins, andrúmsloftið verður frábært. Við þurfum að ná upp sama anda og Wales og ég verð svekktur ef við gerum það ekki. Þetta er grannaslagur og andrúmsloftið verður sérstakt.“

Leik­ur Wales og Eng­lands hefst klukk­an 19 í kvöld. Mbl.is fylg­ist vel með og fær­ir ykk­ur það helsta í beinni texta­lýs­ingu.

Harry Kane á æfingu enska landsliðsins í gær.
Harry Kane á æfingu enska landsliðsins í gær. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert