Eins og FIFA sé alltaf á móti okkur

Luis Suarez var sár og svekktur í leikslok í gær. …
Luis Suarez var sár og svekktur í leikslok í gær. Hann telur Úrúgvæ hafa verið beitt óréttlæti. AFP/Philip Fong

„Það er eins og FIFA sé alltaf á móti okkur,“ sagði sársvekktur Luis Suarez eftir leik Úrúgvæs og Gana í lokaumferð H-riðils heimsmeistaramóts karla í fótbolta í gær.

Úrúgvæ vann leikinn 2:0 en það dugði ekki til því Suður-Kórea vann Portúgal 2:1 á sama tíma og komst áfram á markatölu.

„Fólkið hjá FIFA og dómararnir þurfa að svara fyrir það hvernig vítaspyrnudómar eru ákvarðaðir. Myndefnið er til. Vítaspyrnan sem José Giménez fékk með röngu dæmda á sig skaðaði okkur og Darwin Nunez var greinilega tekinn niður í teignum í kvöld. Það var líka augljós snerting í tilfelli Cavanis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert