Fleiri óvænt úrslit en nokkru sinni í riðlakeppni HM

Vincent Aboubakar, sóknarmaður Kamerún, fagnar sigurmarki sínu gegn Brasilíu í …
Vincent Aboubakar, sóknarmaður Kamerún, fagnar sigurmarki sínu gegn Brasilíu í gær. AFP/Issouf Sanogo

Í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar, sem lauk í gær, hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en nokkru sinni í sögu keppninnar.

Alls litu tólf óvænt úrslit dagsins ljós í riðlakeppninni samkvæmt greiningu Nielsen Gracenote á óvæntum úrslitum en hún byggir á því að sigurvegarinn hafi verið minna en 33,3% líklegur til að vinna leikinn.

Það setur riðlakeppni HM í Katar þá riðlakeppni í sögu 32-liða heimsmeistaramóts í efsta sæti yfir keppnir með flest óvænt úrslit. Gamla metið voru níu óvænt úrslit í Japan og Suður-Kóreu 2002 og í Suður-Afríku 2010.

Fyrstu óvæntu úrslitin má segja að hafi orðið í fyrstu umferð C-riðils þegar Sádí-Arabía lagði Argentínu 2:1. Degi síðar lá Þýskaland kylliflatt fyrir Japan 2:1. Japanir lögðu einnig stórlið Spánverja 2:1 í lokaumferðinni en miðað við hvernig lyktir urðu í E-riðli má kannski segja að 1:0 sigur Kosta Ríka á Japönum hafi verið einna óvæntustu úrslit riðilsins.

Salem Al-Dawsari fagnar sigurmarki sínu gegn Argentínu.
Salem Al-Dawsari fagnar sigurmarki sínu gegn Argentínu. AFP/Kirill Kudryavtsev

Belgar steinlágu 2:0 gegn Marokkó og kannski upplifðu fótboltaáhugamenn hnignun belgíska landsliðsins á mótinu. Túnis lagði Frakkland í D-riðli og Kamerún lagði mikið breytt lið Brasilíu 1:0 í lokaumferð G-riðils en Brasilíumenn höfðu þá þegar tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum.

Fyrstu leikir 16-liða úrslita fara fram í dag. Holland og Bandaríkin mætast á Khalifa International vellinum í Doha klukkan 15 og Argentína og Ástralía á Ahmed bin Ali vellinum í Al Rayyan klukkan 19.

Mbl.is fylgist vel með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.  

Cody Gakpo og félagar í hollenska landsliðinu mæta Bandaríkjamönnum í …
Cody Gakpo og félagar í hollenska landsliðinu mæta Bandaríkjamönnum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna klukkan 15 í dag. Gakpo hefur farið á kostum á HM. AFP/Anne-ChristinePoujoulat
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert