Metáhorf hjá Dönum á úrslitaleikinn

Mikkel Hansen í baráttu við Magnus Rød í úrslitaleiknum í …
Mikkel Hansen í baráttu við Magnus Rød í úrslitaleiknum í gær. AFP

Metáhorf var hjá Dönum þegar Danmörk og Noregur léku til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Jyske Box Arena í Herning í gærkvöld.

Alls fylgdust 2,740 milljónir Dana með leiknum samkvæmt áhorfsmælingu hjá Gallup en leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðvunum DR1 og TV2. Þá voru 15 þúsund áhorfendur sem troðfylltu Jyske Box Arena, flestir Danir.

Þetta er meira áhorf en þegar Danmörk og Þýskaland léku til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1992 en þá fylgdust 2,6 milljónir Dana með leiknum í sjónvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert