Spila þarf sóknirnar með bensínið í botni

Elvar Örn Jónsson verður væntanlega í stóru hlutverki hjá íslenska …
Elvar Örn Jónsson verður væntanlega í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir tvo leiki í undankeppni EM karla í handknattleik getur maður velt vöngum yfir hverju má búast við af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi.

Fyrsti leikur Íslands er á fimmtudagskvöldið og andstæðingurinn er Portúgal eins og rækilega hefur komið fram að undanförnu. Sama lið og það íslenska hefur glímt við síðustu vikuna.

Ísland fór vel út úr þeim viðureignum fyrir utan höggin sem Alexander Petersson fékk í andlitið. Ísland tapaði naumlega ytra og vann stóran sigur á heimavelli. Ásættanleg niðurstaða sem gerir það að verkum að efsta sæti riðilsins í undankeppni EM blasir við og flott frammistaða í síðari hálfleik á sunnudag gefur vonir um að liðið hafi fundið taktinn, rétt fyrir HM.

Fyrst er rétt að taka fram að þjálfarateymið gat ekki valið úr öllum þeim leikmönnum sem Íslendingar eiga í atvinnumennskunni um þessar mundir. Fyrirliðinn og fremsti leikmaður þjóðarinnar, Aron Pálmarsson, er ekki með vegna hnémeiðsla. Einn af framtíðarmönnum landsliðsins, Haukur Þrastarson, sleit krossband í haust og er því einnig á sjúkralistanum. Fyrir svo hæfileikaríkan leikmann er afar leitt að slíta krossband í kringum tvítugsaldurinn og auk þess nýbúinn að semja við stórlið í Evrópu. Í fjarveru Arons hefði Haukur væntanlega fengið stórt tækifæri á HM.

En lítið þýðir að fást um svona lagað sem er fylgifiskur íþróttanna. Varðandi Aron þá er líklega jákvætt að strax fékkst úr því skorið hvort hann gæti leikið eða ekki. Fyrst hann þurfti að meiðast þá er líklega betra að afskrifa þátttöku hans en að menn séu með það hangandi yfir sér hvort besti leikmaður liðsins muni geta beitt sér eða ekki og svarið fáist ekki fyrr en mótið er hafið. Þá er væntanlega skárri kostur að skipuleggja liðið út frá þeim mönnum sem eru heilir.

Flinkir og snöggir

Þegar maður horfir á sóknarleikinn blasir við að ekki eru margir í liðinu sem geta skotið af löngu færi með góðu móti. Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson og Kristján Örn Kristjánsson geta einna helst ógnað með þeim hætti. Í íslenska hópnum eru nokkuð margir leikmenn sem ekki eru mjög hávaxnir en flinkir og snöggir. 

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »