Þurfa að svitna meira en við

Norðmaðurinn Sander Sagosen í baráttunni við Gedeon Guardiola og Jorge …
Norðmaðurinn Sander Sagosen í baráttunni við Gedeon Guardiola og Jorge Maqueda í gær. AFP/Stian Lysberg Solum

Spánverjar unnu Norðmenn á ótrúlegan hátt eftir tvíframlengdan leik í viðureign þjóðanna í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Gdansk í Póllandi í gær. 

„Við erum sáttir. Við áttum nú þegar von á erfiðum leik, en ekki svona leik. Í lokin réðu litlu atriðin úrslitum. Nokkrar vörslur hjá Gonzalo Perez de Vargas til dæmis. 

Frammistaða okkar fyrir framan markið var ekki svo góð, markvörður Noregs stóð sig einnig vel. 

En við erum með lið sem berst allan tímann, alltaf. Þegar við töpum þarf andstæðingurinn að leggja hart að sér og meira en við,“ sagði spænski varnarmaðurinn Gedeon Guardiola léttur á því. 

En hvað er það sem gerir spænska liðið svona áberandi? Af hverju tekst ykkur alltaf að vinna svona leiki?

„Það er einkunnarorð okkar, karakterinn í liðinu. Ef einhver vill vinna gegn okkur þá þarf hann að svitna meira en við. Allt liðið er með þennan karakter. Við höfum greinilega okkar markið og allir hafa sitt hlutverk,“ sagði Guardiola að lokum í samtali við handball-world. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert