Terry Porter sagt upp hjá Phoenix

Terry Porter fyrrum þjálfari Phoenix Suns.
Terry Porter fyrrum þjálfari Phoenix Suns. AP

Terry Porter var í dag sagt upp störfum hjá NBA liðinu Phoenix Suns en hann hafði aðeins verið þjálfari liðsins s.l. fjóra mánuði. Porter staðfesti í dag í samtali við AP fréttastofuna að Steve Kerr framkvæmdastjóri liðsins hafi tilkynnt honum um stöðu mála á sunnudaginn. Alvin Gentry mun taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarmaður Porter.

Mike D'Antoni hætti sem þjálfari Phoenix Suns s.l. haust og tók við þjálfun New York Knicks en D'Antoni hafði náði frábærum árangri með liðið á undanförnum fjórum árum.

Porter gerði þriggja ára samning við Phoenix s.l. sumar en liðið hefur tapaði fimm af síðustu átta leikjum en liðið hefur unnið 28 leiki en tapað 23. Staða liðsins í vesturdeildinni er ekki góð en liðið er í 9. sæti, einum sigurleik á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert