Arnar Freyr leggur skóna á hilluna

Arnar Freyr í baráttunni við Haukamenn.
Arnar Freyr í baráttunni við Haukamenn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleiksmaðurinn Arnar Freyr Jónsson tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi lagt skóna á hilluna. Arnar Freyr lék sinn síðasta leik á ferlinum með Keflavík í gær þegar þeir duttu út úr úrslitakeppninni í oddaleik á móti Haukum.

Arnar Freyr lék fimmtán tímabil í efstu deild karla og lengst af með Keflavíkingum. Hann hefur auk þess leikið með Grindavík og í dönsku úrvalsdeildinni. Arnar Freyr hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Þá á hann 26 leiki að baki með landsliði Íslands en hann á leiki með öllum yngri landsliðunum. 

Arnar Freyr skrifaði opið bréf sem birt var á karfan.is. Það má lesa með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert