Ótrúleg troðsla - myndskeið

Aaron Gordon og lukkudýr Orlando Magic gerðu gott mót í ...
Aaron Gordon og lukkudýr Orlando Magic gerðu gott mót í nótt. AFP

Aaron Gordon, leikmaður Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á hreint út sagt ótrúlega troðslu í troðslukeppni deildarinnar í nótt.

Gordon og Zach LaVine börðust um titilinn í árlegri troðslukeppni deildarinnar í nótt en Gordon þurfti að lúta í gras fyrir LaVine.

Margir vildu líkja keppninni í gær við troðslukeppnina sem fór fram árið 1988 þar sem Michael Jordan og Dominic Wilkins mættust.

Báðir áttu stórkostlegar troðslur í keppninni en troðsla Aarons var þó algert konfekt fyrir augað en hana má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is