Þóranna lengi frá keppni

Emelía Ósk Gunnarsdóttir.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfubolta kvenna hafa orðið fyrir öðru áfalli á skömmum tíma.

Landsliðskonan Emelía Ósk Gunnarsdóttir sleit krossband í hné í síðasta mánuði og í sigrinum á Snæfelli á laugardaginn meiddist Þóranna Kika Hodge-Carr einnig alvarlega í hné.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sagði við Morgunblaðið í gær ekki orðið ljóst hve alvarleg meiðsli Þórönnu væru. Í „besta falli“ væri hún með rifinn liðþófa en yrði þá frá keppni í meira en mánuð, en ekki er hægt að útiloka krossbandsslit. Þóranna fylgist því með bikarslagnum við Snæfell í Laugardalshöllinni í dag sem áhorfandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert