Njarðvíkingar kjöldrógu meistarana

Jeb Ivey á ferðinni með boltann í Ljónagryfjunni í kvöld …
Jeb Ivey á ferðinni með boltann í Ljónagryfjunni í kvöld en Sigurður Þorvaldsson er til varnar. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar tóku meistara KR engum vettlingatökum í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deild karla. Þegar yfir lauk höfðu heimamenn í Ljónagryfjunni skorað 85 stig gegn 67 stigum KR en það var aðallega fyrri hálfleikur sem fór illa með meistarana þetta kvöldið þar sem þeir aðeins skoruðu 27 stig.

Sigur Njarðvíkinga setur þá í toppsætið ásamt Keflavík og Tindastóli. KR-ingar hafa nú tapað tveimur leikjum í vetur. Mario Matasovic leiddi heimamenn með 24 stig á meðan Julian Boyd skoraði 25 fyrir KR þetta kvöldið. 

Njarðvík 87:67 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert