Ljóst hvaða átta lið mæta úr vesturdeildinni

James Harden átti enn einn stórleikinn í nótt.
James Harden átti enn einn stórleikinn í nótt. AFP

Það er nánast daglegt brauð hjá James Harden að skora 50 stig í körfuboltaleik og það gerði hann í nótt þegar Houston Rockets gerðu endanlega út um vonir Sacramento Kings um að komast í úrslitakeppnina.

Houston vann 119:108-sigur og skoraði Harden 50 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta er í 42. sinn á ferlinum sem Harden nær þrefaldri tvennu og hann hefur nú fimm sinnum náð því um leið og hann skorar 50 stig. Hann hefur nú skorað 50 stig í þremur af síðustu sex leikjum.

Nú þegar Sacramento getur ekki náð í úrslitakeppnina er ljóst hvaða átta lið úr vesturdeildinni komast þangað. San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder voru síðust til að vera örugg um sæti, þrátt fyrir að spila ekki í nótt, en þetta eru átta efstu liðin í vesturdeild: Golden State 51/24, Denver 51/24, Houston 49/28, Portland 48/28, Utah 46/30, LA Clippers 46/31, San Antonio 44/32, Oklahoma 44/32.

Úrslit laugardags:
LA Clippers - Cleveland 132:108
Detroit - Portland 99:90
Chicago - Toronto 101:124
Brooklyn - Boston 110:96
Indiana - Orlando 116:121
Minnesota - Philadelphia 109:118
Houston - Sacramento 119:108
New York - Miami 92:100
Phoenix - Memphis 115:120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert