Harden í stuði og Houston áfram á sigurbraut

James Harden skoraði 36 stig fyrir Houston í nótt.
James Harden skoraði 36 stig fyrir Houston í nótt. AFP

Sigurganga Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik hélt áfram í nótt en liðið vann öruggan sigur gegn Portland Trail Blazers 132:108.

Houston hefur þar með unnið átta leiki í röð og er í öðru sæti í Vesturdeildinni á eftir Los Angeles Lakers með 11 sigra og þrjú töp.

James Harden var að venju öflugur í liði Houston en hann skoraði 36 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu en hann skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. C.J. McCollum var atkvæðamestur í liði Portland með 25 stig.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo, oft nefndur „gríska undrið“, skoraði 33 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri gegn Chicago Bulls 115:101. Grikkinn tók 10 fráköst. Brook Lopez skoraði 19 stig fyrir Milwaukee og Donte DiVincenzo 15 en hjá Chicago var Daniel Gafford stigahæstur með 21 stig.

Meistararnir í Toronto Raptors burstuðu Charlotte Hornets 132:96 þar sem O.G. Anunoby skoraði 24 stig fyrir Toronto og Pascal Siakam 20.

Úrslitin í nótt:

Chicago - Milwaukee 101:115
Houston - Portland 132:108
Dallas - SA Spurs 117:110
Phoenix - Boston 85:99
Utah - Minnesota 102:112
LA Clippers - Oklahoma 90:88
New Yok - Cleveland 123:105
Brooklyn - Indiana 86:115
Toronto - Charlotte 132:96

mbl.is