Höttur fyrsta liðið til að vinna Hamar

Höttur lék í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.
Höttur lék í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Hamar í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur í Hveragerði urðu 82:78. Fyrir vikið fór Höttur upp fyrir Hamar og upp í toppsæti deildarinnar. 

Marcus Van skoraði 21 stig og tók 16 fráköst fyrir Hött á meðan Everage Richardson skoraði 24 og tók tíu fráköst fyrir Hamar.

Höttur er nú með sextán stig og Höttur fjórtán, eins og Breiðablik sem hafði betur gegn Vestra á útivelli, 85:79. Larry Thomas skoraði 26 stig fyrir Breiðablik og Marko Dmitrovic 22 fyrir Vestra. 

Selfoss vann 70:59-sigur á Álftanesi á heimavelli. Rhys Sundimalt skoraði 21 stig fyrir Selfoss og Samuel Prescott skoraði 21 stig fyrir Álftanes.

mbl.is