Smá ruslatal er hluti af leiknum

Gerald Robinson, leikmaður Hauka í körfuknattleik, sagði sitt lið ekki hafa verið nægilega fast fyrir í sínum leik þegar þeir töpuðu fyrir Njarðvíkingum í kvöld í Dominos-deild karla, 75:89.

Gerald sagði varnarleik Njarðvíkinga hafa orðið þess valdandi að liðið tók slæmar ákvarðanir og það virtust Haukar ekki ná að lesa nægilega vel. Gerald nefndi að Njarðvíkingar hafi tekið 28 vítaskot gegn aðeins 5 vítaskotum Hauka og að mögulega þyrftu Haukar að vera grimmari að sækja á körfuna. 

Gerald virtist ekki vera sá vinsælasti hjá kollegum sínum í Njarðvík og voru orðaskipti þeirra á milli stöðugt í leiknum. Gerald sagði svona „ruslatal“ vera hluti af leiknum. 

Gerald Robinson verst Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavíkur.
Gerald Robinson verst Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert