KR styrkti stöðuna í öðru sæti

Danielle Rodriguez var stigahæst hjá KR.
Danielle Rodriguez var stigahæst hjá KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR náði sex stiga forskoti á Hauka í öðru sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta með 75:72-heimasigri er liðin mættust í kvöld. 

Bæði lið töpuðu fyrir Skallagrími í bikarkeppninni síðustu helgi og voru því hungruð í sigur í kvöld. Haukar voru með 22:19-forskot eftir fyrsta leikhlutann en eftir það náði KR yfirhöndinni og var staðan 46:42, KR í vil, í hálfleik. 

KR-ingar héldu forskotinu allan seinni hálfleikinn, þrátt fyrir tilraunir Hauka til að jafna undir lokin. Danielle Rodriguez skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir KR og Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði 12 stig. Randi Brown skoraði 18 stig fyrir Hauka. 

Breiðablik vann sannfærandi 89:68-sigur á Grindavík í einvígi tveggja neðstu liðanna. Breiðablik er nú með sex stig, tveimur stigum meira en botnlið Grindavíkur. 

Danni Williams fór á kostum fyrir Breiðablik og skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og Eyrún Ósk Alfreðsdóttir skoraði 19 stig. Tania Pierre-Maria skoraði 28 stig fyrir Grindavík. 

Breiðablik - Grindavík 89:68

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 19. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:2, 11:4, 16:9, 18:11, 26:16, 36:21, 43:26, 46:31, 51:42, 55:46, 59:48, 67:50, 74:53, 76:57, 86:59, 89:68.

Breiðablik: Danni L Williams 41/11 fráköst/9 stoðsendingar, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 19, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdóttir 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/14 fráköst/3 varin skot, Fanney Lind G. Thomas 3.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Tania Pierre-Marie 28/9 fráköst, Hrund Skúladóttir 10/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/8 fráköst, Jordan Airess Reynolds 8/8 fráköst/10 stoðsendingar, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 91

KR - Haukar 75:72

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 19. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:8, 8:15, 15:22, 19:22, 23:29, 31:33, 37:35, 46:42, 46:42, 48:45, 54:48, 59:50, 59:50, 67:56, 73:60, 75:72.

KR: Danielle Victoria Rodriguez 17/12 fráköst/8 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 12, Sanja Orozovic 11/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 9, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Randi Keonsha Brown 18/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 17/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 13, Rósa Björk Pétursdóttir 8/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/7 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3/4 fráköst, Jannetje Guijt 2.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Friðrik Árnason, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 125

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert