Hamarsmenn semja við Bandaríkjamann

Hamarsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur.
Hamarsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hamar frá Hveragerði hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Anthony Lee og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. 

Lee er 24 ára bakvörður sem mun leika sem atvinnumaður í fyrsta skipti. Kemur hann úr Kutztown-háskólanum þar sem hann skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. 

Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér. 

Hamar endaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og átti góða möguleika á að fara upp um deild er tímabilinu var aflýst. Fór Höttur að lokum upp og voru Hamarsmenn allt annað en sáttir að þurfa að sitja eftir með sárt ennið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert