Skoraði 12 stig gegn Bayern München

Martin Hermannsson í leiknum í kvöld.
Martin Hermannsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Eurpleague

Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Valencia þegar liðið mætti Bayern München á æfingamóti á vegum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Martin skoraði 12 stig en leiknum lauk með 84:76-sigri Valencia í kaflaskiptum leik.

Valencia leiddi með einu stigi, 75:74, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en liðið skoraði 9 stig gegn 2 stigum Bæjara á lokakaflanum og fagnaði sigri.

Efsta deild Spánar hefst um helgina þegar Valencia heimsækir Baskonia í fyrstu umferð deildarinnar. Evrópudeildin hefst svo 1. október næstkomandi þegar liðið fær Villeurbanne í heimsókn.

mbl.is