Martin öflugur í sigri gegn Real Madrid

Martin Hermannsson skoraði 11 stig í kvöld.
Martin Hermannsson skoraði 11 stig í kvöld. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson skoraði ellefu stig fyrir Valencia þegar liðið heimsótti Real Madrid í efstu deild Spánar í körfuknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 79:69-sigri Valencia en Martin, sem lék í tæpar átján mínútur í kvöld, tók eitt frákast í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar.

Valencia fór langleiðina með að klára leikinn í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 43:27, Valencia í vil.

Valencia er með 46 stig í fjórða sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en Real Madrid er svo gott sem öruggt með efsta sæti deildarinnar en Madrídingar eru með 64 stig, fjórum stigum meira en Barcelona.

mbl.is