Valur hélt út gegn Grindavík

Kristófer Acox skoraði 12 stig í kvöld.
Kristófer Acox skoraði 12 stig í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur náði í sinn fyrsta sigur í Subway-deild karla í körfubolta á tímabilinu er liðið van 81:77-heimasigur á Grindavík í kvöld.

Valsmenn voru yfir nánast allan leikinn og náðu mest 15 stiga forskoti, en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 63:49. Grindavík sótti verulega á í lokaleikhlutanum en tókst ekki að jafna, þrátt fyrir að vinna leikhlutann með tíu stigum.

Pablo Bertone skoraði 22 stig fyrir Val og Kári Jónsson, Kristófer Acox og Callum Lawson gerðu 12 stig hver. Ivan Aurrecoechea skoraði 23 stig og tók 17 fráköst fyrir Grindavík og Kristinn Pálsson gerði 20 stig.

Bæði lið eru með tvö stig eftir tvær umferðir en Valur tapaði fyrir Tindastóli í fyrsta leik og Grindavík vann Þór frá Akureyri.

Valur - Grindavík 81:77

Origo-höllin, Subway deild karla, 14. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:1, 8:5, 10:11, 19:11, 26:16, 32:24, 37:29, 39:36, 47:38, 54:40, 59:47, 63:49, 68:56, 72:64, 75:66, 81:77.

Valur: Pablo Cesar Bertone 22/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12, Kristófer Acox 12/9 fráköst, Callum Reese Lawson 12/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/7 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 8, Pavel Ermolinskij 3/5 stoðsendingar, Ástþór Atli Svalason 2.

Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Ivan Aurrecoechea Alcolado 23/17 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 20, Naor Sharabani 14/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Travis James Atson 8, Kristófer Breki Gylfason 3.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 217

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert