Martin ekki með gegn Rússum

Martin Hermannsson í leiknum gegn Hollandi á föstudaginn.
Martin Hermannsson í leiknum gegn Hollandi á föstudaginn. Ljósmynd/FIBA

Martin Hermannsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Rússlandi í Pétursborg í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikur liðanna hefst klukkan 17.

KKÍ tilkynnti rétt í þessu að samkvæmt ráðleggingum sjúkraþjálfara íslenska liðsins og í samráði við Martin sjálfan og þjálfarateymið hefði verið ákveðið að hann myndi hvíla í dag. Martin hefur glímt við meiðsli í kálfa að undanförnu en hann skoraði 27 stig í sigurleiknum gegn Hollendingum á föstudaginn.

Það verða því 11 leikmenn Íslands sem spila leikinn sem hefst eftir klukkutíma.

mbl.is