Spennandi tækifæri sem ég taldi þörf á að grípa

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er farinn út í atvinnumennsku.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er farinn út í atvinnumennsku. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við hollenska félagið Landstede Hammers frá Zwolle og mun leika með félaginu í sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu út yfirstandandi tímabil. Þórir, sem er 23 ára gamall, hefur leikið afar vel með uppeldisfélagi sínu KR á tímabilinu en mun nú reyna fyrir sér í atvinnumennsku í fyrsta skipti á ferlinum.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á að gera. Það kom upp þetta spennandi tækifæri og ég taldi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið.

Hann hélt utan í gærkvöldi og gæti leikið sinn fyrsta leik strax annað kvöld þegar Landstede mætir Aris Leeuwarden í deildinni, að því gefnu að hann standist læknisskoðun í dag og ekkert komi upp á á fyrstu æfingunni. Ef fólk er fullbólusett fyrir kórónuveirunni, líkt og Þórir er, er ekki þörf á að fara í sóttkví eða einangrun við komuna til Hollands en mælst er til þess að fólk taki sjálfspróf.

Þórir er þrátt fyrir ungan aldur afar leikreyndur þar sem hann varð til að mynda Íslandsmeistari með KR árin 2015, 2016 og 2017 er hann var enn táningur. Haustið 2017 fór hann í háskóla í Bandaríkjunum og lék þar með Nebraska Cornhuskers um fjögurra ára skeið áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn síðastliðið vor. Þórir sagði dvölina í Bandaríkjunum hafa gert sér gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert