KR-ingar sterkari á lokakaflanum

Spánverjinn Ivan Aurrecoechea sækir að vörn KR í kvöld.
Spánverjinn Ivan Aurrecoechea sækir að vörn KR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR vann sterkan 83:81-sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var með 65:58 forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en KR-ingar voru sterkari í lokin.

KR-ingar skoruðu átta fyrstu stigin en Grindvíkingar tóku við sér eftir að Daníel Guðni Guðmundsson tók leikhlé.

Að lokum munaði einu stigi á liðunum eftir fyrsta leikhlutann, 18:17. Grindavík var svo með 46:37 forskot í hálfleik og var forskotið 5-9 stig þar til í fjórða leikhlutanum þar sem KR-ingar voru sterkari.

Adama Darbo skoraði 20 stig fyrir KR og tók sjö fráköst. Brynjar Þór Björnsson bætti við 17 stigum. Elbert Matthews skoraði 24 fyrir Grindavík og Kristinn Pálsson 16.

Þrátt fyrir úrslitin er Grindavík í fimmta sæti með 14 stig og KR í níunda sæti með tólf.

Gangur leiksins: 11:0, 16:5, 16:15, 18:17, 23:25, 27:31, 27:35, 37:46, 43:51, 48:53, 53:61, 58:65, 64:65, 70:69, 78:72, 83:81.

KR: Adama Kasper Darbo 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 17, Dani Koljanin 14/6 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 11/4 fráköst, Björn Kristjánsson 8, Carl Allan Lindbom 7/4 fráköst, Almar Orri Atlason 3, Alexander Óðinn Knudsen 3.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Grindavík: Elbert Clark Matthews 24/6 fráköst, Kristinn Pálsson 16/7 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 14/14 fráköst, Naor Sharabani 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst, Javier Valeiras Creus 4/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert