Stór munur á því að vinna tvo eða þrjá sigra

Craig Pedersen býr íslenska liðið undir leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið.
Craig Pedersen býr íslenska liðið undir leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mætir því hollenska í mikilvægum leik í 1. umferð undankeppni HM 2023 í Ólafssal á Ásvöllum næstkomandi föstudagskvöld.

Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaumferð undankeppninnar. Hún sker endanlega úr um hvaða 12 Evrópuþjóðir taka þátt á HM í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Þrátt fyrir það er leikurinn mikilvægur varðandi það hversu marga sigra Ísland tekur með sér í lokaumferðina, enda þýða fleiri stig aukna möguleika á þátttöku Íslands á HM í fyrsta skipti í sögunni.

„Það er stærðarinnar munur á því að taka tvo sigra eða þrjá með okkur á næsta stig. En það verður erfitt. Öll þrjú liðin geta enn endað í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í riðlinum. Ég efast ekki um að Hollendingum er fullkunnugt um það, þannig að þeir verða hungraðir.

Þeir eru að berjast fyrir því að ná í sigra til að taka með sér á næsta stig. Það yrði afskaplega mikilvægt fyrir okkur ef við getum unnið á föstudag til þess að taka þrjá sigra með okkur á næsta stig,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í Ólafssal á Ásvöllum í gær.

Gaman að komast á næsta stig

Fjögur lið voru upphaflega í H-riðlinum en Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, vísaði Rússlandi úr keppni og því fara öll þrjú liðin sem eftir eru í honum, Ísland, Holland og Ítalía, áfram. „Við vonuðumst auðvitað eftir því að komast áfram, jafnvel þótt Rússland hefði enn verið með. Hlutirnir æxluðust eins og þeir gerðu en það er skemmtilegt að komast áfram á næsta stig.

Ekki síst vegna þess að það er gaman fyrir leikmennina að fá að spila gegn þessum virkilega góðu liðum. Það er bara öðruvísi að spila gegn NBA-leikmönnum og leikmönnum úr EuroLeague. Það er mjög spennandi,“ bætti hann við.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »