Fór á kostum í sigri á Val

Keira Robinson fór mikinn í kvöld.
Keira Robinson fór mikinn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Keira Robinson átti stórleik fyrir Hauka þegar liðið vann fimmtán stiga sigur gegn Val í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 77:62-sigri Hauka en Robinson skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með 9 stigum í hálfleik, 31:22. Hafnfirðingar juku forskot sitt í 18 stig í þriðja leikhluta, 58:40, og Valskonum tókst aldrei að snúa leiknum sér í vil eftir það.

Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 17 stig og tók tíu fráköst fyrir Hauka en Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals með 15 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar.

Haukar eru með 4 stig í efsta sæti deildarinnar en Valur er í þriðja sætinu með 2 stig.

Haukar - Valur 77:62

Ásvellir, Subway deild kvenna, 28. september 2022.

Gangur leiksins:: 2:0, 8:0, 11:2, 13:5, 16:8, 21:16, 26:18, 31:20, 37:25, 45:30, 51:36, 58:40, 64:45, 71:51, 76:55, 77:62.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 27/10 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Eva Margrét Kristjánsdóttir 17/10 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 13/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12/4 fráköst, Jana Falsdóttir 3, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 3/8 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10, Ásta Júlía Grímsdóttir 9/8 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Eydís Eva Þórisdóttir 6/4 fráköst, Simone Gabriel Costa 6, Margret Osk Einarsdottir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2/6 fráköst, Sara Líf Boama 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 103

mbl.is