Munum sækjast eftir öllum bikurum í vetur

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlaliði Keflavíkur í körfuknattleik er spáð góðu gengi á komandi tímabili. Á kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, í síðustu viku fyrir úrvalsdeild karla, Subway-deildina, og 1. deild karla var liðinu spáð efsta sæti af félögunum í Subway-deildinni og öðru sæti af fjölmiðlum.

„Nýtt tímabil leggst rosalega vel í Keflvíkinga. Það er gaman að byrja aftur. Við erum búnir að æfa þokkalega vel og okkur líst bara ótrúlega vel á hópinn og hvernig við erum að púsla þessu saman,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið um tímabilið sem framundan er.

„Nýju strákarnir passa mjög vel inn. Svo erum við með hóp sem er búinn að vera saman nánast í þrjú ár þannig að við þekkjumst vel. Hópurinn er fljótur að grípa það sem ég legg upp með og leikmennirnir eru mjög fljótir að bregðast við, sem er mjög jákvætt,“ bætti hann við.

Viðtalið við Hjalta Þór má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »